Afstaða þín til vafrakaka

Þessi vefsíða notar vafrakökur (cookies) til að bæta upplifun þína. Með því að heimsækja facebodyhome.is samþykkir þú skilmála um vafrakökur.

Hvað eru vafrakökur?

Vafrakaka (e. cookie) er smá textaskrá sem vefurinn vistar á tölvu eða snjalltæki notandans þegar vefurinn er opnaður. Þessi skrá gerir vefnum kleift að muna aðgerðir og stillingar sem notandinn framkvæmir, eins og tungumálaval og aðrar stillingar í ákveðin tíma svo ekki þurfi að velja þær aftur í hvert sinn sem vefurinn er heimsóttur.

Notkun á vafrakökum

Við notum vafrakökur (e. cookies) á l facebodyhome.is til að halda utan um heim­sóknir og vista notendastillingar. Þegar þú notar vef facebodyhome.is verða til upplýsingar um heimsóknina. Laugar Spa ehf. miðlar þeim ekki til annarra nema þegar eftirlitsaðilar með starfseminni eiga rétt á slíkum upplýsingum samkvæmt lögum.

Það er stefna Lauga Spa ehf. að nota vafrakökur sparlega og með ábyrgum hætti. Vilji notendur vefsins ekki að vafrakökur sé vistaðar er einfalt að breyta stillingum hér fyrir ofan eða í stillingum vafrans svo að hann láti vita af kökum eða hafni þeim með öllu.

Nánari upplýsingar varðandi eyðingu eða stjórn á vafrakökum er að finna á howtogeek.com. Notkunarmöguleikar þínir á vefsíðu facebodyhome.is gætu takmarkast við slíkar breytingar.

Google Analytics er notað til ­mæl­inga á vefnum. Þar safn­ast upp­lýs­ingar við hverja heim­sókn á vef­inn, til dæmis um dag­setn­ingu og tíma heim­sóknar, hvernig not­and­inn kemur inn á vef­inn, hvaða vafra og hvernig tæki hann notar og hvort notast er við leitarorð. Þessi gögn gefa okkur verðmæta inn­sýn í hvernig við getum þróað vef­inn og end­ur­bætt virkni hans út frá þörfum not­enda. Engum frekari upplýsingum er safnað um hverja komu og ekki er gerð tilraun til að tengja slíkar upplýsingar við aðrar persónugreinanlegar upplýsingar.

Google Tag Manager er notað til mælinga á notkun hakreita (e. checkbox) á vefnum.

SSL skilríki

facebodyhome.is notast við SSL-skilríki sem þýðir að öll samskipti eru dulkóðuð en það gerir gagnaflutning í gegnum vefinn öruggari.

SSL skilríki varna því að óprúttnir aðilar komist yfir gögn sem send eru í gegnum vefinn, eins og t.d. lykilorð og persónuupplýsingar. Með skilríkjunum eru upplýsingar sem sendar eru milli notenda vefmiðlara dulkóðaðar og gögnin sem flutt eru á milli skila sér á réttan stað á öruggan máta.

Persónulegar upplýsingar vegna vefverslunar

Þegar þú verslar á vefversluninni okkar munum við safna upplýsingum um kennitölu, nafn, heimilisfang, bæjarfélag, póstnúmer, netfang og síma. Þessar upplýsingar eru einungis notaðar til að hægt sé að klára pöntunina.

Þegar þú pantar vöru í vefversluninni eru upplýsingar um kreditkortið þitt aðeins vistaðar á meðan viðskiptin fara fram. Kortafyrirtækið Valitor sér um móttöku greiðslu í gegnum örugga kortagátt og geyma kortaupplýsingar þínar í öruggum kerfum sínum, en ekki á greiðslusíðunni sjálfri.

Um leið og pöntunin er staðfest og þú færð staðfestinguna í hendur verður öllum upplýsingum um kortið þitt eytt úr kerfinu. Kortaupplýsingar þínar eru öruggar á meðan ferlinu stendur.

Fyrir frekari upplýsingar um öryggi greiðslu þinnar vísum við á heimasíðu Valitor.