Skilmálar
Upplýsingar
Laugar Spa ehf., Sundlaugavegi 30a, 104 Reykjavík.
Sími: 533 1177 | Netfang: laugarspa@laugarspa.is
Laugar Spa áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust. Áskilinn er réttur til að staðfesta pantanir símleiðis.
Þegar greiðsla hefur borist er pöntun afgreidd. Um leið og greiðsla berst er kaupanda send staðfesting í tölvupósti. Hægt er að velja um að sækja pöntun eða fá hana senda. Allar sendar pantanir fara með Íslandspósti og gilda afhendingar-, ábyrgðar- og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vöru. Laugar Spa ber enga ábyrgð á tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Verði vara fyrir tjóni frá því að að hún er send frá Laugar Spa til kaupanda er tjónið á ábyrgð kaupanda. Einnig er hægt að velja um að sækja pöntun í afgreiðslu einhverra af stöðvum World Class á opnunartíma þeirra.
Afhendingartími
Pöntun er hægt að sækja í næstu World Class afgreiðslu eða fá senda á næsta pósthús.
Afhendingartími innanlands er að jafnaði 2-4 virkir dagar eftir að pöntun berst og greiðsla hefur átt sér stað. Pöntunina er svo hægt að sækja á næsta pósthús.
Ef valið er að sækja pöntun í einhverja af stöðvum World Class þá fær kaupandi tölvupóst þegar pöntun er tilbúin til afhendingar. Afhendingartími er 1-3 dagar.
Sendingarkostnaður
Sendingarkostnaður bætist við pöntun áður en greiðsla fer fram. Allar pantanir sem ekki eru sóttar í afgreiðslu eru sendar á næsta pósthús.
Verð
24% VSK er innifalinn í verði vörunnar og reikningar eru gefnir út með VSK. Öll verð eru birt með fyrirvara um innsláttarvillur og áskilur Laugar Spa sér rétt til að hætta við viðskipti hafi rangt verð verið gefið upp. Ef varan en ekki til á lager látum við þig vita og endurgreiðum hafi greiðsla farið fram. Vinsamlegast athugið að verð á netinu getur breyst án fyrirvara.
Skilafrestur og endurgreiðsluréttur
Veittur er 14 daga skilaréttur við kaup á vöru gegn því að framvísað sé sölureikningi sem sýnir með fullnægjandi hætti hvenær varan var keypt, varan sé ónotuð og henni sé skilað í góðu lagi í óuppteknum upprunalegum umbúðum. Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið. Endurgreiðsla er framkvæmd að fullu ef ofangreind skilyrði eru uppfyllt og eftir að varan er móttekin. Sendingarkostnaður er ekki endurgreiddur. Sendið okkur tölvupóst á laugarspa@laugarspa.is ef spurningar vakna.
Gölluð vara
Sé vara gölluð er viðskiptavinum boðin ný vara í staðinn og greiðum við allan sendingakostnað sem um ræðir. Eða endurgreiðum ef þess er krafist. Að öðru leiti vísast til laga um húsgöngu- og fjarsölusamninga nr. 46/2000 og laga um neytendakaup.
Greiðslur
Þú getur greitt fyrir vöruna í vefversluninni með kreditkorti í gegnum örugga greiðslugátt Valitor sem hefur hlotið PCI DSS (Payment Card Industry Data Security Standard) öryggisvottun.
Trúnaður
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.
Þegar þú verslar á vefversluninni okkar munum við safna upplýsingum um kennitölu, nafn, heimilisfang, bæjarfélag, póstnúmer, netfang og síma. Þessar upplýsingar eru einungis notaðar til að hægt sé að klára pöntunina.
Þegar þú pantar vöru í vefversluninni eru upplýsingar um kreditkortið þitt aðeins vistaðar á meðan viðskiptin fara fram. Kortafyrirtækin geyma kortaupplýsingar þínar í öruggum kerfum sínum, en ekki á greiðslusíðunni sjálfri.
Um leið og pöntunin er staðfest og þú færð staðfestinguna í hendur verður öllum upplýsingum um kortið þitt eytt úr kerfinu. Kortaupplýsingar þínar eru öruggar á meðan ferlinu stendur.
Fyrir frekari upplýsingar um öryggi greiðslu þinnar vísum við á heimasíðu Valitor.
Lög og varnarþing
Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.